Súper hollt döðlubrauð

Próteinríkt döðlubrauð úr fræjum og hnetum, einstaklega gott og saðsamt.

Undirbúningstími 15 mín
Eldunartími 60 mín
Lýsing
Próteinríkt döðlubrauð úr fræjum og hnetum, einstaklega gott og saðsamt.
Innihaldsefni

300g döðlur

½ bolli kókosolía

½ bolli haframjöl glútenlaust, malað fínt

1 bolli kasjúhnetur, muldar fínt

1 bolili möndlumjöl

⅓ bolli hörfræ, mulin

1/2 bolli sólblómafræ mulin

1 tsk salt

1 tsk matarsódi

1 tsk eplaedik

3/4  bolli mjólk td kókosmjólk

vanilludropar

Aðferð

Dölurnar settar í pott með smá vatni svo fljóti yfir, hitað að suðu, tekið af hitanum og leyft að standa í 10 mín.

Öll þurrefnin eru möluð í td  kaffikvörn, hægt að nota matvinnsluvél.

Döðlurnar settar í hrærivélaskál ásamt kókosolíunni og hrært vel, öllu hinu bætt úti og hrært vel.

Sett  í bökunarform(brauðform) og leyft að taka sig í 10 mín áður en það er sett í ofninn.

Bakað í 1 klst við 170 gráður, gott að setja álpappír yfir seinni hálftímann, má vera aðeins lengur, 10-15 mín á lægri hita td 100-140.

Upplýsingar

% af ráðlöglum dagskammti

No data was found
Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningu þegar koma nýjar spennandi uppskriftir