Pistasíuísterta í hollari kantinum

Einstaklega góð og holl útgáfa af ís með pistasíum og kókosmjólk

Undirbúningstími 15 mín
Eldunartími 0 mín
Lýsing
Holl og góð ísterta gerð úr kókosmjólk, pistasíum, kasjúhnetum og döðlum, toppuð með súkkulaðibráð með pistasíusmjöri, frábær eftirréttur og gottt að grípa í ef sykurlöngunin kemur.
Innihaldsefni

1 dós kókosmjólk

2 pokar pistasíuhnetur

1/2 bolli kasjúhnetur

7 döðlur, soðnar í smá kókosmjólk

3 msk hunang

Vanilludropar eða vanilla

 

Súkkulaðibráð

100 g gott súkkulaði, sykurlaust eða með hrásykri

½ bolli pistasíusmjör

Smá kókosolía

Aðferð

Ísiinn

Allt (nema ⅓ bolli skilinn eftir af pistasíunum) sett í matvinnsluvél og blandað vel saman þar til hneturnar eru nokkuð vel hakkaðar, ekki of stórir bitar. Sett í form og afgangs pistasíunum hellt yfir, sett inní frysti.

 

Súkkulaðibráð

Allt sett í pott og hitað við vægan hita þar til bráðnað, hellt yfir ísinn og sett í frystirinn.

Upplýsingar

% af ráðlöglum dagskammti

No data was found
Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningu þegar koma nýjar spennandi uppskriftir