Hnetusmjörspróteinstykki með súkkulaði

Undirbúningstími 10 mín
Eldunartími 10 mín
Lýsing
Guðdómlega gott og einfalt nammi úr kasjúhnetum og hnetusmjöri með súkkulaði ofaná, gott að eiga í frystinum þegar nammilöngunin kemur.
Innihaldsefni
  • 2 bollar kasjúhnetur, malaðar
  • 1 bolli hnetusmjör
  • 3-4 msk hunang eða td hlynsíróp ( þarf kannski meira magn )
  • 1/4 tsk salt
  • 80 g súkkulaði, Valor með stevíu
Aðferð
  1.  Súkkulaðið sett í skál og í vatnsbað
  2.  Kasjúhnetur malaðar í kaffíkvörn eða öðru sambærilegu
  3.  Kasjúhnetumjöl, hnetusmjör, hunang og salt hrært vel saman
  4.  Deigið sett í lítið form með bökunarpappír undir
  5.  Súkkulaðinu smurt yfir
  6.  Sett í frysti í 30 mín minnst, best að geyma í frysti
Upplýsingar

% af ráðlöglum dagskammti

No data was found
Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningu þegar koma nýjar spennandi uppskriftir