Hampfræmjólk

Undirbúningstími 5 mín
Eldunartími 0 mín
Lýsing
Fræmjólk sem ekki þarf að sía. Ofurholl, mettandi og ljúffeng á bragðið.
Innihaldsefni
  • 1/2 bolli hampfræ
  • 1/2 líter vatn
  • 1/2 til 1 tsk flögusalt
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 msk hlynssýróp

-hægt að breyta í kakódrykk með að setja eina tsk af hreinu kakói útí.

Hér er hægt að skipta hamprfæjum út fyrir sólblómafræ. Eða blanda 50/50.

Aðferð

Fræ sett í vatn og látin standa í 2 klst minnst. Gott að setja í vatn að kvöldi og þá eru fræin tilbúin um morguninn.

Vatn síað frá og fræ skoluð í sigti.

Fræ sett í blandara ásamt vatni, salti, vanilludropum og hlynssýrópi.

Ef kakómjólk þá 1 - 2 tsk af kakói.

Hellt í glas og njóta.

Ef mjólkin er geymd er gott að setja hana í krukku inní ísskáp. Hún skilur sig smá en þá er bara að hrista upp í henni áður en henni er svo hellt í glas.

 

Upplýsingar

% af ráðlöglum dagskammti

No data was found
Skráðu þig á póstlistann og fáðu tilkynningu þegar koma nýjar spennandi uppskriftir