Frábær morgunmatur sem gefur góða næringu og fylingu í byrjun dags, eða eiga í ísskápnum fyrir millimál.
Innihaldsefni
það sem þarf að eiga:
chia fræ
kanill
kardimommur
vanilludropar
salt
kókosmjólk
rúsínur (má sleppa)
sykurlaus sulta (má sleppa)
ristaðar möndlur (má sleppa)
kókosflögur (má sleppa)
döðlusýróp (má sleppa)
Aðferð
svona ferðu að:
2 msk chia
1 tsk kanill
1 tsk kardimommur
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt
Allt sett saman í skál og jurtamjólk hellt yfir. Látið standa í ca 1,5 klst. gott að hræra í af og til og bæta við mjólk eins og þarf – hann verður mjög fljótt mjög þykkur. Allt í lagi að setja alveg slatta af mjólk fyrst.
Grauturinn er svo toppaður með rúsínum, möndlum (saxaðar), kókos og 1 tsk af sultu.
Ef þér finnst hann vanta meira bragð má bæta við kardimommum eða kanil. Ef vantar sætu má setja meiri sultu eða döðlusýróp.